um verkefnið

Lausa skrúfan

Markmið Lausu skrúfunnar er að koma af stað vitundarvakningu á Norðurlandi um valdeflandi geðrækt og styrkja grunn þeirra úrræða og verkefna sem í boði eru þar á sviði geðræktar.

Framtíðarsýnin er bætt geðheilsa og vitund um geðrækt og sterkur sjóður sem styrkir slík verkefni/úrræði, bæði fyrirbyggjandi og uppbyggjandi.

  • Oft hefur verið sagt í gríni að fólk sem glímir við geðræn veikindi sé með lausa skrúfu í höfðinu. En lítil skrúfa getur orðið að miklu gagni hafi hún gott hald í veggnum. Ef við sýnum hvert öðru stuðning sem jafningjar og hjálpumst að við að ná fram styrkleikum okkar, þá getum við fest „lausu skrúfuna“.

  • Upprunalega kemur hugmyndin frá liðsmanni Grófarinnar, Sigurði Gísla Gunnlaugssyni. Um upphaf hugmyndarinnar segir hann þetta:

    "Eftir mikil veikindi sem komu til meðal annars vegna mistaka við lyfjagjöf tók ég mér veikindaleyfi. Ég hafði verið í námi í vélstjórn og vildi komast aftur út á vinnumarkaðinn og gerði það af einskærri þrjósku. Mér þótti þó mikilvægt að vera opinn um veikindi mín á vinnustaðnum og var ég einn daginn að ræða þau þar. Samstarfsfélagi minn spurði hvort ég væri með lausa skrúfu og í djóki svaraði ég að þær væru ansi margar.

    Nokkru síðar var ég staddur á fundi í Grófinni þar sem verið var að ræða leiðir til að styrkja starfsemina fjárhagslega. Þar kemur þessi hugmynd fyrst, Lausa skrúfan. Það var tekið vel í hana og fljótlega nældi ég mér í lénið lausaskrufan.is og haustið 2023 fengum við styrk til að hrinda verkefninu af stað."

    • Með því að auka vitund og þekkingu á forvarnargildi þess að hlúa að geðheilsu frá upphafi og að vinna gegn innri fordómum sem og þeim ytri.

    • Með upplýsingavefsíðum, auk þess að vera sýnileg í samfélaginu og á frétta- og vefmiðlum.

    • Með því að vísa veginn og aðstoða fólk við að leita sér hjálpar.

    • Með því að afla fjármagns með sölu Lausu skrúfunnar.

Grófin Geðrækt

Grófin Geðrækt er gjaldfrjálst og opið úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja bæta heilsuna með geðrækt og batavinnu gegnum hópastarf meðal jafningja. Grófin veitir fólki tækifæri á hlutverkum til sjálfseflingar, aukinnar virkni og bættra lífsgæða. Grófin byggir á trúnaði og skilningi - fólki er frjálst að tjá sig um sína heilsu án ótta við fordóma og getur miðlað sinni þekkingu og reynslu af bataferlinu öðrum til gagns. Meira á grofinak.is.

  • Grófin býður upp á fjölbreytt hópastarf þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars eru geðræktartímar þar sem allir fá tækifæri til að tjá sig um sína reynslu og til að læra hvert af öðru og virknitímar þar sem hægt er að skapa það sem hverjum og einum lystir. Einnig bjóðum við upp á einstaklingssamtöl fyrir virka þátttakendur hópastarfsins ef þörf krefur, t.d. þegar upp kemur krísa, eða til að aðstoða við næstu skref. Ekki má gleyma þeim fjölmörgu viðburðum sem Grófin heldur hvert ár en þar má nefna árlegt grill Grófarinnar, litlu jól og afmæli samtakanna.

    Samfélagið í Grófinni er þétt og tekur nýjum þátttakendum opnum örmum. Engar tímabókanir eru nauðsynlegar en boðið er uppá nýliðaviðtöl fyrir þá sem vilja.

  • Grófin er ekki heilbrigðisstofnun.

    Grófin er ekki meðferðarstaður.

    Grófin býður ekki upp á sálfræðiviðtöl við fagaðila.

    Grófin er ekki bara staður fyrir "einhvern annan en mig".

  • Eins og fram kemur ofar á síðunni á einn af þátttakendum Grófarinnar hugmyndina af Lausu skrúfunni. Meirihluti verkefnisins er unninn af mannauði Grófarinnar og fjáröflunarhluta verkefnisins er í fyrstu ætlað tryggja rekstur Grófarinnar - sem er bæði opin og gjaldfrjáls geðrækt.

Styrktarverkefni

Sala á hinni táknrænu Lausu skrúfu er einn stærsti liður verkefnisins. Lausa skrúfan verður fáanleg í litlum kassa áletruðum með QR kóða sem vísar fólki á upplýsingar um andlega vanlíðan og hvar hjálp er að finna.

Einnig er hægt að veita okkur lið með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

  • Sala Lausu skrúfunnar hefst í febrúar 2025, en nánari upplýsingar verða auglýstar þegar nær dregur.

  • Í stuttu máli, já...

    ...en eins og fram kemur ofar á síðunni táknar hún aukna samfélagsvitund og stuðning fyrir þau sem glíma við andlega erfiðleika.

    Skrúfuna má svo nota í ýmsum tilgangi. Til dæmis er vel hægt að nota skrúfuna til að hengja upp fallega mynd eða gera eitthvað fyrir heimilið!

    En öllu gamni sleppt þá inniheldur kassinn líka miða sem hvetur fólk til að kynna sér geðrækt betur.

  • Sala á Lausu skrúfunni mun í fyrstu tryggja rekstur Grófarinnar, sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi. Í framhaldi verður lögð áhersla á að mæta brýnni þörf á valdeflandi úrræðum fyrir fólk með geðraskanir á Norðurlandi. Í því gæti falist að bjóða upp á fjarfundi fyrir þá sem ekki geta sótt Grófina, eða veita styrki til verkefna á sviði geðræktar hér Norðanlands – svo eitthvað sé nefnt.