Opið Hús í Grófinni

Grófin Geðrækt er aftur komin á fullt skrið eftir flutninga og undirbúningur fyrir söluátak Lausu skrúfunnar í febrúar er hafinn. En áður en að því kemur - og fyrst við teljum nýja húsnæðið okkar vera orðið sýningarhæft, er ekkert annað í stöðunni en að halda opið hús! Grófin Geðrækt býður í heimsókn fimmtudaginn 23. janúar á milli 15 og 17. Ilmandi kaffi og kleinur verða á boðstólnum.

Nýja heimilsfangið okkar er Hafnarstræti 97, 6. hæð. Innganga má finna bæði á fyrstu hæð í Hafnarstræti og fimmtu hæð við Gilsbakkaveg.

Komið, skoðið nýja rýmið okkar og takið spjallið við okkur og aðra góða gesti.

Allir velkomnir!

Previous
Previous

Lausa skrúfan vekur eftirtekt

Next
Next

Flutningar standa nú yfir