Lausa skrúfan vekur eftirtekt

Fjallað var um Grófina Geðrækt og Lausu skrúfuna í hádegisfréttum Bylgjunnar 23. janúar. Sama dag skrifaði fréttamiðillinn Vísir grein um söluátak Lausu skrúfunnar.

Þessi umfjöllun kom sama dag og Grófin Geðrækt hélt opið hús, þar sem nýja húsnæði Grófarinnar var sýnt og starfsemi hennar kynnt. Um 70 manns mættu á viðburðinn og má segja að húsið hafi iðað af lífi!

Kaffid.is og akureyri.net skrifuðu stutt innlegg á sínum vefmiðlum þar sem lesendum var bent á opið hús í Grófinni. Á næstu dögum má búast við ýtarlegri grein um viðburðinn inná akureyri.net.

Frá opnu húsi í Grófinni Geðrækt

Previous
Previous

Sala á Lausu skrúfunni hefst um helgina!

Next
Next

Opið Hús í Grófinni