Sala hefst í febrúar

Sala hefst í febrúar 2025! Febrúar verður mánuður Lausu skrúfunnar en dagana 8.og 9. febrúar 2025 verður fyrsta formlega söluátakinu hrint af stað. Afhverju febrúar ? jú vegna þess að hann hefur reynst svo mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem glíma við andlega erfiðleika. Þá er mikilvægt að hafa opinn aðgang að hjálparúrræðum sem allir vita af að séu opin og tilbúin að aðstoða.

Við þurfum öll að vita að geðrækt skipti máli og að við þurfum að geta talað saman um geðræna erfiðleika líkt og líkamlega erfiðleika. Við í Grófinni á Akureyri munum á næstu mánuðum kynna Lausu skrúfuna, fyrir hvað hún stendur og hverju henni sé ætlað að áorka hér á Norðurlandinu í málefnum fólks með geðræna erfiðleika. Lausa skrúfan er í senn verkefni til vitundarvakningar og fjáröflun fyrir Grófina Geðrækt. Í fyrstu er ágóðanum ætlað að tryggja rekstur Grófarinnar, m.a. með því að fjármagna betra húsnæði til framtíðar en til lengri tíma að gera Grófinni kleift að veita margvíslega aðstoð til íbúa landsbyggðarinnar. Í því gæti falist að bjóða upp á fjarfundi fyrir þá sem ekki geta sótt Grófina á Akureyri eða veita styrki til valdeflandi verkefna á sviði geðræktar hér Norðanlands – svo eitthvað sé nefnt. “Betra geð, betra líf” – eru einkunnarorð Lausu skrúfunnar enda ekkert líf án góðrar geðheilsu.

Previous
Previous

Vefsíðan lausaskrufan.is fer í loftið

Next
Next

Hvað með að máta aðrar?