Vefsíðan lausaskrufan.is fer í loftið
Eftir margra mánaða undirbúning kynnir Grófin Geðrækt til leiks vefsíðuna lausaskrufan.is, sem er einn af stærstu áföngum verkefnisins Lausa skrúfan.
Á heimasíðu Lausu skrúfunnar er ýmislegt að finna. Þar má nefna myndbönd sem gerð voru sérstaklega fyrir verkefnið, reynslusögur Grófarfélaga og heilan hafsjó af upplýsingum tengdum geðrækt og úrræðum við vanlíðan. Á síðunni er einnig hægt að veita verkefninu styrk, sem á sama tíma styður við starfsemi Grófarinnar.
Grófin Geðrækt sendir þúsund þakkir til allra þeirra sem komu að gerð vefsíðunnar á einn eða annan hátt!