Lausa skrúfan fáanleg í verslunum
Þó nokkur fyrirtæki á Akureyri ætla að láta gott af sér leiða og selja Lausu skrúfuna í verslunum sínum út febrúar. Þær verslanir sem um ræðir eru: Byko, Ferro Zink, Penninn Eymundsson og tvær verslanir innan Glerártorgs - Geisli og Goblin. Þar að auki verður Lausa skrúfan til sölu í Grófinni Geðrækt, en þar má slá tvær flugur í einu höggi og kynna sér starfsemi Grófarinnar í leiðinni.
Söluátak Lausu skrúfunnar hófst um síðustu helgi á Glerártorgi. Um viðburðinn var fjallað meðal annars í Morgunblaðinu, á akureyri.net og þær Pálína Sigrún Halldórsdóttir og Sonja Rún Sigríðardóttir kynntu Lausu skrúfuna í útvarpsviðtali hjá Morgunvaktinni á Rás 1 (viðtalið byrjar 1:15:30 inní þáttinn).