Stuttmyndin Betra geð - Betra líf er komin í loftið

Betra geð - betra líf fjallar um Grófina Geðrækt og upphaf Lausu skrúfunnar, en ekki síður um mikilvægi þess að rækta geðið og vinna bug á fordómum - innri sem ytri. Í myndinni eru tekin viðtöl við nokkra Grófarfélaga - bæði starfsfólk og þátttakendur og utan að komandi fagaðila sem þekkja vel til Grófarinnar.

Þau sem fram koma í myndinni eru: Brynjólfur Ingvarsson, Valdís Eyja Pálsdóttir, Pálína Sigrún Halldórsdóttir, Hulda Berglind Árnadóttir, Ragnheiður Reykjalín Magnúsdóttir (og Leó geðræktarhundur), Sigurður Gísli Gunnlaugsson, Friðrik Einarsson, Sonja Rún Sigríðardóttir og Elín Ósk Arnarsdóttir.

Myndin var framleidd sérstaklega fyrir Lausu skrúfuna og spiluðu þau María Björk Ingvadóttir og Gunnar Konráðsson stórt hlutverk í gerð hennar. María sá um handritsgerð og Gunnar um myndatöku og klippingu.

Myndin er aðgengileg bæði á vefsíðunni okkar hér og á YouTube.

Previous
Previous

Lausa skrúfan fáanleg í verslunum

Next
Next

Sala á Lausu skrúfunni hefst um helgina!