Sala á Lausu skrúfunni hefst um helgina!
Lausa skrúfan verður á Glerártorgi helgina 15. og 16. febrúar þar sem Grófarfélagar kynna og selja Lausu skrúfuna á milli 12 og 17 báða dagana.
Klukkan 14 á laugardeginum ætlar Svavar Knútur að vera með okkur og syngja lög og segja sögur fyrir gesti og gangandi!
Febrúar er mánuður Lausu skrúfunnar og markar 15. febrúar upphaf söluátaks verkefnisins sem verður svo út febrúar. Hægt verður að kaupa skrúfuna á staðnum á Glerártorgi en einnig verður hægt að kaupa hana í Byko, Ferro Zink og Pennanum á Akureyri. Eins eru ýmsar styrktarleiðir á lausaskrufan.is þar sem má leggja málefninu lið.
Við verðum með bás á ganginum á móti Kids Cool Shop, látið þetta ekki fram hjá ykkur fara!