Lausa skrúfan

Hvað er Lausa Skrúfan?

Verkefnið Lausa skrúfan er eitt valdeflandi nýsköpunar-verkefna sem unnið er af þátttakendum Grófarinnar Geðræktar. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu og hlúa að henni sem forvörn, að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.

Lausa skrúfan er ekki einungis vitundarvakning, heldur er henni einnig ætlað að vera fjáröflun. Sala á Lausu skrúfunni mun í fyrstu tryggja rekstur Grófarinnar, sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi. Í framhaldi verður lögð áhersla á að mæta brýnni þörf á valdeflandi úrræðum fyrir fólk með geðraskanir á Norðurlandi. Í því gæti falist að veita styrki til verkefna á sviði geðræktar hér Norðanlands.

Bati

Þrátt fyrir vaxandi sýnileika í samfélaginu er mikilvægi andlegrar heilsu enn vanmetin. Lausu skrúfunni er ætlað að bæta skilning og þekkingu á geðheilsu og geðrækt, auk þess að vísa á og styrkja valdeflandi úrræði á Norðurlandi fyrir fólk sem vill vinna sig í átt að bata.

Tækifæri

Verkefnið er unnið af þátttakendum Grófarinnar Geðræktar á Akureyri. Grófin veitir fólki vettvang til að vinna í sinni andlegu heilsu á sínum eigin forsendum.

Bjargráð

Verkefnið er vettvangur um bjargráð og aðstoð í nærumhverfi fólks hér á norðurhluta landsins. Liður í því er að fræða fólk um hvert það geti leitað þurfi það á hjálp að halda.

Skilningur

Lausu skrúfunni er ætlað er að gera okkar samfélag betur meðvitað um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, að hlúa að henni sem forvörn, að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.

Fjáröflun

Hægt er að leggja verkefninu lið með ýmsum hætti:

  • Kaupa Lausu skrúfuna

  • Leggja til einstök fjárframlög

  • Gerast bakhjarl

Nýjustu fréttir

Hafðu samband

Grófin Geðrækt

Sími: 462-3400

Sími: 846-3434

E-mail: grofin@outlook.com

Komdu við

Grófin Geðrækt er í miðbæ Akureyrar

Hafnarstræti 95 - 4. hæð

Opið mán-fim: 10:00 - 16:00

Föstudaga: 10:00 - 15:00